Hér er komið út á rafrænu formi þriðja fréttabréf Beinverndar á árinu 2016. Í fréttabréfinu er tekið saman það helsta sem farið hefur fram í starfsemi félagsins síðastliðnar vikur og mánuði. Kennir þar ýmissa grasa og hafa verkefnin undanfarið tengst þeim markmiðum félagsins að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og að

20. október sl. var Alþjóðlegi beinverndardagurinn haldinn á Íslandi og víða um heim. Markmiðið með deginum var að vekja athygli á beinþynningu og beinbrotum af hennar völdum og mikilvægi þess að huga að heilbrigði beinanna. Beinþynning og brot eru alvarlegt heilsufarsvandamál sem rýrir lífsgæði og er kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Um 80% þeirra sem þegar hafa

Beinvernd heimsótti Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar á dögunum og var þar með fræðslu um beinþynningu og helstu forvarnir fyrir hjólastólanotendur. Þetta var heilmikil áskorun því í mörgum tilvikum er um aðrar áherslur og ráðleggingar að ræða um forvarnir en hjá þeim sem stigið geta í fætur. Móttökurnar voru alveg frábærar og eftir fyrirlesturinn urðu fjörlegar umræður og mörgum spurningum

Sameiginlegur fundur beinverndarfélaga á Norðurlöndunum fór fram í Stokkhólmi 15. og 16. september sl. Þar voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum nema Danmörku. Fundurinn fór fram í fallegu húsnæði sænska læknafélagsins og var dagskráin þétt og yfirgripsmikil. Norrænu félögin kynntu starfsemi sína, áherslur og viðfangsefni og að því loknu var unnið í hópum þar sem

Heilsusýningin Fit & Run fór fram í Laugardalshöllinni dagana 18. og 19. ágúst í tengslum við Reykjavíkurmaraþon. Maraþonið er einn af burðarásunum á  Menningarnótt Reykjavíkur og verður vinsælla með hverju ári. Beinvernd var á sýningunni, kynnti starfsemi félagsins og bauð uppá beinþéttnimælingar með svokallaðri ómskoðun. Í ómskoðun er notast við tæki sem byggir á því

Upp