Ef stúlkur hefja íþróttaiðkun s.s. fótbolta, handbolta eða körfubolta ungar að aldri hefur það jákvæð áhrif á  styrk beinanna. Sund hefur ekki þessi sömu áhrif. Þetta kom fram í spænskri rannsókn. Hreyfing er einn mikilvægasti þátturinn í forvörnum gegn beinþynningu en beinþynning eykur hættu á ótímabærum beinbrotum. Beinin þynnast og verða stökkari með aldrinum.

  Beinagrindin sem við fæðumst með er lifandi vefur sem alla ævi er brotinn niður og endurbyggður. Bein eru því háð margvíslegum fæðuþáttum og vítamínum í nægu magni en magn og hlutföll eru aðeins breytileg eftir aldursskeiðum.  Beinþynning varðar lýðheilsu þar sem henni má nú líkja við faraldur á efri árum. Nú getur ein af

Í tilefni alþjóðlegs beinverndardags hefur Beinvernd leitast við að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðra beina. Greinar hafa verið skrifaðar í blöðin, viðtöl í útvarpi og sjónvarpi og auglýsingar birtar í fjölmiðlum, allt til að minna okkur á að mataræðið á í okkur hvert bein og því verðum við að borða fjölbreytta holla fæðu sem er

Alþjóðlegi beinverndardagurinn er í dag 20. október.  Að þessu sinni er athyglinni beint að næringunni sem beinin þurfa til að þroskast og viðhalda styrk sínum, allt frá vöggu til grafar. Sjúkdómurinn beinþynning er stundum skilgreindur sem barnasjúkdómur með afleiðingar öldrunarsjúkdóms. Bernsku- og unglingsárin eru það tímabil ævinnar, þegar vöxtur beina er mestur og þá ræðst

D-vítamín gegnir tvenns konar mikilvægum hlutverkum í þroska beina og að viðhalda styrk þeirra. Það hjálpar til við frásog fæðu í görnunum og sér til þess að endurmyndun beina og útfelling steinefna sé eðlileg. D-vítamín hjálpar til við að auka vöðvastyrk og bæta jafnvægi og hjálpar þannig við að draga úr hættunni á byltum. Líkaminn

Upp